Í gær fögnuðu Kínverjar því að 70 ár voru frá því að Mao Tse-tung lýsti yfir stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins undir einræðisstjórn kommúnistaflokksins. Síðan þá hefur landið farið frá því að vera bláfátækt landbúnaðarland yfir í það að vera heimsveldi með ævintýralegan hagvöxt. Vel æfðar fjöldamarseringar, hátæknivopn og Maó-jakkar voru meðal þess sem voru áberandi í herskrúðgöngu í Peking en á sama tíma kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu í Hong Kong. Við rýnum í þjóðhátíðarfögnuð Kínverja í Lestinni í dag með Hafliða Sævarssyni, sem hefur búið og starfað í alþýðulýðveldinu
Anna Gyða Sigurgísladottir skoðar fyrirbærið innblástur hér hjá okkur í Lestinni á miðvikudögu. Andagift! Þessi hvatningarörvun sem kann að blása lífi í stíflað, venjugjarnt, síendurtekið, oft og tíðum leiðigjarnt, hversdegið. Hún ræðir við allra handa fólk um það sem fyllir það eldmóði þessa stundina. Í þætti dagsins ræðir hún við Maríu Elísabetu Bragadóttur, skáld.
Við höldum áfram að rýna í Riff. Að þessu sinni var það Marta Sigríður Pétursdóttir sem skellti sér á hátíðina. Í pistli sínum í dag fjallar hún um kvikmyndirnar Varda by Agnés, Burning Cane og Ivana the Terrible.
Götulistamaðurinn Banksy hefur opnað verslun, nauðbeygður, að eigin sögn vegna lagadeilna við fyrirtæki sem selur tækifæriskort. Deilan snýst um vörumerkjarétt og segist Banksy hafa staðið í ströngu síðustu mánuði við að framleiða gjafavöru til að tryggja rétt sinn á eigin verkum.