Í nýjum hlaðvarpsþáttum fjallar þýski blaðamaðurinn Phil Uwe Widiger um íslensku grasrótarsenuna í Reykjavík, og þá sérstaklega þann kima hennar sem byggir á svokallaðri D.I.Y. lífsspeki, gerðu-það-sjálfur. Phil tekur sér far með Lestinni og segir frá kortlagningu sinni á reykvísku jaðarrokksenunni.
Daria Andrews er hálf-íslensk, hálf-bandarísk, hálf svört, hálf hvít og talar hálffullkomna íslensku. Hún býr í limbó - tilheyrir aldrei fullkomlega, er aldrei alveg nóg.
Margir Íslendingar af blönduðum uppruna þekkja þá tilfinningu vel. Hún sprettur af öráreiti, hegðun eða athugasemdum sem oft eru settar fram í hugsunarleysi, fremur en illum hug gagnvart fólki sem sker sig úr meginstraumnum. Aftast í hugum flestra er nefnilega enn samnefnari milli þess að vera Íslendingur og að vera hvítur.
Daria skrifaði um þessa upplifun, að heyra hvergi til, í lokaverkefni sínu frá Stokkhólmsháskóla. Hún segir sögur úr limbóinu í Lestinni í dag.
Árið 1975 átti að rigna eldi og brennisteini yfir heimsbyggðina, hafið átti að breytast í blóð og að loks átti myrkrið gleypa jörðina - en hér erum við enn. Í pistli sínum í dag skoðar Tómas Ævar Ólafsson gamla heimsendaspá ónefnds trúfélags og veltir fyrir sér hvort heimsendir hafi í raun átt sér stað árið 1975.
Í pistli sínum í dag fjallar Halldór Armand Ásgeirsson um listina að hafa gaman.
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Anna Marsibil Clausen.