Hið íslenska töframannagildi var stofnað árið 2007 og er markmið þess m.a. að vera vettvangur áhugafólks um töfra og töfrabrögð. Haldnir eru mánaðarlegir fundir, erlendir gestir eru fengnir til þess að halda fyrirlestra og námskeið og svo er það heimasíðan www.toframenn.is þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar. Gunnar Kr. Sigurjónsson forseti félagsins kom í þáttinn í dag og fræddi okkur um gildið og sýndi okkur meira að segja tvö töfrabrögð í beinni útsendingu.
Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn lagði hann vinkilinn að afgöngum, sem sagt afgangsmat og ýmsum birtingarmyndum hans.
Og svo var það lesandi vikunnar, sem í þetta sinn var Úlfur Eldjárn tónlistarmaður. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.
Úlfur talaði um eftirfarandi bækur:
Tættir þættir e. Þórarinn Eldjárn
Brotin e. Jón Atla Jónasson
Kjörbúðarkonan e. Sayaka Murata
Svefngríman e. Örvar Smárason
og svo nefndi Úlfur japanska rithöfundinn Haruki Murakami sem hefur haft sérstök áhrif á hann í gegnum tíðina.
Tónlist í þættinum í dag
Dagný / Ellý Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson)
Moondance / Van Morrison (Van Morrison)
Aguas de Marco / Antonio Carlos Jobim og Regina Elis (Antonio Carlos Jobim)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON