Við forvitnuðumst um fyrirtæki sem var stofnað árið 2018 á Djúpavogi. Þar eru framleiddar heitar sósur, eða svokallaðar hot sauce, uppá enskuna. Það eru þau William Óðinn Lefever og Gréta Mjöll Samúelsdóttir sem standa að fyrirtækinu og sósa úr þeirra framleiðslu var fyrsta íslenska heita sósan til að koma á markað. Síðan þá hefur vörunum þeirra fjölgað og starsemi þeirra vaxið. Við skruppum í heimsókn til þeirra Óðins og Grétu í þættinum í dag.
Við fengum vinkil í dag frá Guðjóni Helga Ólafssyni eins og aðra mánudaga. Í dag lagði Guðjón Helgi vinkilinn að klukkum og bjöllum og skoða þær frá margvíslegum vinklum.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Þorbjörg Þorvaldsdóttir, málfræðingur, kennari og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina.
Hún sagði frá eftirtöldum bókum og höfundum:
Veisla í greninu e. Juan Pablo Villalobos, María Rán Guðjónsdóttir þýddi á íslensku,
Rythm of War e. Brandon Sanderson (hluti af Storm light archive bókunum),
Sjö systur e. Lucinda Riley,
Sossubækurnar eftir Magneu frá Kleifum,
Þagnarbindindi e. Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur og
Við Urðarbrunn og Nornadómur e. Vilborgu Davíðsdóttur.
Tónlist í þættinum í dag:
Franskar (sósa og salat) / Stuðmenn (Egill Ólafsson, Valgeir Guðjónsson og Gunnar B. Jónsson)
Kærleikur og tími / KK (Kristján Kristjánsson)
Sólin er komin / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR