Kvenheilsa er nýtt teymi innan Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og var opnað í haust. Hlutverk teymisins er að sinna sjúkdómum og heilsufarsvanda sem eingöngu eru til staðar hjá konum. Steinunn Zophoníasdóttir ljósmóðir er ein af þeim sem stendur að stofnun þessarar þjónustu og hún kom í þáttinn í dag og við ræddum við hana m.a. um breytingaskeið kvenna en það var eitt af upphafsverkefnum teymisins.
Við fengum glænýjan vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag. Í þetta sinn bar hann vinkilinn að bíldruslum og brostnum draumum í þjóðfræðilegu samhengi.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Edda Björg Eyjólfsdóttir, leikkona og leikstjóri. Hún leikstýrir sýningunni Venus í feldi sem frumsýnd var nýlega í Tjarnarbíói og hefur fengið virkilega góða gagnrýni. En við fengum að vita hvaða bækur Edda hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina. Edda talaði um eftirtaldar bækur og höfunda:
Útlendingurinn e. Albert Camus
Eden e. Auði Övu Ólafsdóttur
Loving kindness e. William R. Miller
Svo nefndi hún Þórberg Þórðarson, Halldór Laxness, Búlgakoff, Isabel Allende, Gabriel Garxia Marques, Dostojevsky og Suskind.
Tónlist í þættinum í dag:
Okkar menn í Havana / Sigurður Guðmundsson og Memfismafían (Bragi Valdimar Skúlason og Tómas R. Einarsson)
Söknuður / Roof Tops (Ómar Ragnarsson, S. Oldman & D. Penn)
Augun þín blá / Sigríður Thorlacius og Uppáhellingarnir (Jón Múli og Jónas Árnasynir)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR