Í Garðabænum er verið að opna nýja margmiðlunarsýningu um sögu Garðabæjar allt frá landnámi til dagsins í dag. Sýningin þykir glæsileg þó hún sé staðsett í fyrrum ruslageymslu á Garðatorgi. Hringur Hafsteinsson hjá Gagarín er einn höfunda sýningarinnar og hann hefur haft mikla ánægju af þessu verkefni enda alinn upp í Garðabænum og hann sagði okkur í dag frá endurbættri sýningu í rústum næststærsta landnámsskála á Íslandi sem er í Garðabæ en þar munum verður hægt að horfa í í gegnum sýndarveruleikakíkja aftur landnámstímans. Við töluðum við Hring í þættinum í dag.
Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn bar hann vinkilinn að veðurspám, eða hvernig veðurspár koma fram í þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Karl Ólafur Hallbjörnsson heimspekingur. Við fengum að vita hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Hann talaði um eftirtaldar bækur og höfunda:
Book of the New Sun e. Gene Wolfe
Cloud Cuckoo Land e. Anthony Doerr
Being and Time e. Martin Heidegger
Verufræði e. Björn Þorsteinsson
Wheel of Time e. Robert Jordan
Greifinn af Monte Cristo e. Alexander Dumas
Percy Jackson bækurnar e. Rick Riordan
Gyllti áttavitinn, Lúmski hnífurinn og Skuggasjónaukinn e. Philip Pullman
Tónlist í þættinum í dag:
Ó borg mín borg / Haukur Morthens (Haukur Morthens og Vilhjálmur frá Skáholti)
Það er svo skrýtið / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Magnús Eiríksson og Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Hálftómt glas / Brek (Jóhann Ingi Benediktsson, Sigmar Þór Mattíasson, Guðmundur Atli Pétursson og Harpa Þorvaldsdóttir)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR