Jólasýning Borgarleikhússins að þessu sinni er leikritið Vanja frændi eftir rússeska rithöfundinn Anton Tsjekov. Hér er á ferðinni eitt af klassísku verkum leikbókmenntanna, verk sem fjallar meðal annars um brostnar vonir, og mismunandi viðhorf til lífsins, þar sem takast á hugmyndir um að lifa í vellystingum annars vegar og hins vegar umhyggja fyrir jörðinni og náttúrunni. Leikstjóri verksins er Brynhildur Guðjónsdóttir en ný þýðing hefur nú verið gerð á verkinu, hana gerði Gunnar Þorri Pétursson, Gunnar verður gestur Víðsjár í dag og segir frá glímu sinni við Anton Tsjekov.
Íris Ellenberger, Ásta Kristín Benediktsdóttir og Ynda Eldborg segja frá Regnbogaþræðinum, hinsegin viðbót við fastasýningu Þjóðminjasafns Íslands, Þjóð verður til, auk þess sem Ynda segir frá tengdri myndlistarsýningu í Neskirkju.
Guðrún Sóley Gestdóttir segir fá sjónvarps-dansþáttunum Sporið sem hefjast á laugardag.
Og Gauti Kristmannsson, bókmenntagagnrýnandi Víðsjár, fjallar í dag um Skjáskot, bók eftir Berg Ebba sem kom út á dögunum.
Umsjón: Guðni Tómasson og Eiríkur Guðmundsson