Í áratug hefur Frímann Ísleifur Frímannsson verið áberandi fígúra í íslensku jaðarlistalífi, plötusnúður, tónlistarmaður, kasettuútgefandi og maðurinn á bakvið smáritið Skeleton Horse. Nú um helgina kemur fjórtánda tölublað beinagrinda-hestsins út, að venju 20 svarthvítar síður uppfullar af verkum eftir fjölbreyttan hóp listafólks.
Friðgeir Einarsson, sviðslistamaður og rithöfundur, meðlimur í sviðslistahópnum Kriðpleir, er höfundur leikrita á borð við Útlendingurinn og Club Romantica, sem hann hlaut Grímuverðlaun fyrir. Við fengum að heimsækja hann á vinnustofuna hans í Síðumúla og spjalla við hann um vinnuaðferðir sjálfstætt starfandi sviðslistamanns, sannleikan í sviðslistum og hvort hann þurfi að lúta einhverjum sérstökum siðareglum.
Við heyrum um nýja sjónvarpsþætti, Severence í leikstjórn Bens Stiller. Salvör Bergmann rýnir í þættina sem eru vísindaskáldskapur sem veltir fyrir sér stöðu vinnunnar í lífi nútímafólks.