Þjóðþekktur einstaklingur í valdastöðu, er nafnið á nýrri plötu Lil Binna, en það er sólóverkefni Brynjars Barkarssonar. Hann er annar meðlima hljómsveitarinnar ClubDub, en nafnið ClubDub merkir Klúbbasigur og hafa þeir gefið út vinsæla djammslagar á borð við Fokka upp klúbbnum, Deyja fyrir stelpurnar mínar, og Aquaman.
Nýja platan er persónulegri og fer meira inn á tilfinningasviðið en en Lil Binni er vanur að gera en húmorinn, kaldhæðnin og hráleikinn eru samt sem áður til staðar eins og í eldri lögum hans. Lóa kíkti á Binna í gamalli verksmiðju í Gufunesinu og fékk að forvitnast aðeins um sköpunarferlið á bakvið plötuna, hvað trap queen er og hvaða merkingu það hefur þegar hann segir að sá sem sé stinnur vinni.
Meðalmanneskja þekkir um 5000 andlit og geta ofurmannglöggir heilar jafnvel þekkt yfir 10000. En svo eru aðrir sem eru verri í því að greina og þekkja andlit samferðarfólks síns, þeir allra andlitsblindustu geta átt í erfiðleikum með að andlit náinna vina, fjölskyldumeðlima og sitt eigið. Við sökkvum okkur ofan í andlitslindu í Lest dagsins heyrum í þremur sérstakleha ómannglöggum manneskjum: Ragnari Jóni Ragnarssyni (Huma), Unni Birnu Björnsdóttur og Jónínu Leósdóttur en einnig Heiðu Maríu Sigurðardóttur, doktor í taugavísindum. Hún er ein þeirra sem stendur að rannsóknarmiðstöð um sjónskynjun, Icelandic Vision Lab. En þau eru um þessar mundir að rannsaka það hvernig fólk greinir andlit og fleira í netkönnun sem er aðgengileg á http://visionlab.is/thekkir-thu-andlit-og-hluti/