Kvikmyndabálkurinn Small Axe, eða lítil þúfa, eftir Steve McQueen hefur verið sýndur undafarin sunnudagskvöld hér á Rúv. Fimm kvikmyndir sem fjalla um líf, samfélag og reynslu Breta af karabískum uppruna. Síðasta myndin í bálkinum var sýnd í sjónvarpi í gærkvöldi og í tilefni af því ræðir Chanel Björk við plötusnúðinn Cörlu Rose, sem er búsett á Íslandi en hún er afkomandi fólks af windrush-kynslóðinni, fyrstu kynslóð innflytjenda frá vestur-indíum.
Smjörávöxtur, Avokadó, lárpera, . Allt er þetta nafn yfir sama græna gómsæta ávöxtinn sem hefur skipað sér menningarlegan sess sem uppáhaldsfæða aldamótakynslóðarinnar. Ávöxturinn er einna helst fluttur hingað til lands frá suður-ameríku, mexíkó, kaliforníu en nú hyggja tveir meðlimir hennar, Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir á innflutning á þeirra eigin avókadó uppskeru á Kanaríeyjum.
Og við heyrum um Einstök stafræn skírteini, non-fungible tokens eða NFT, en það er spánýtt fyrirbæri byggt á bálkakeðjutækninni sem á að gera fólki kleift að eiga í viðskiptum með stafræn listaverk jafnt sem gamlar twitterfærslur og internetmím eins og þetta