Þú stendur á Strikinu, á Times Square, við Notre Dame, á pínu litlu kaffihúsi í Kuala Lumpur og þú sérð annan Íslending. Þú þarft ekki að þekkja hann, þarft ekki að heyra hann tala. Þú bara veist að þetta er Íslendingur. En hvernig? Í Lest dagsins veltum við fyrir okkur hvort líkamar, rétt eins og raddir, hafi hreim.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir lýkur pistlaröð sinni um málefni einhverfra. Í dag er hún að hugsa um ástina og birtingarmyndir hennar í lífum einhverfs fólks.
Við heyrum umfjöllun um Last and First men, eftir Jóhann Jóhannsson, sem er loksins komin í íslensk kvikmyndahús.
Við rýnum í merkingu umtöluðustu lopavettlinga heims um þessar mundir, prjónalúffur Bernie Sanders.