Lionshreyfingin var stofnuð í Chicago árið 1917, hún er stærst alþjóðlegra hjálparsamtaka og innan hennar starfa nú tæplega 1,5 milljón manna í öllum heimsálfum. Á Íslandi eru 80 Lionsklúbbar með um 2.200 félaga. Alþjóðaforseti hreyfingarinnar Dr. Jun-Yul Choi, er á landinu þessa dagana og viðfengum þau Ellert Eggertsson og Guðrún Björt Yngvadóttir, fyrrum alþjóðaforseti Lions í þáttinn í dag.
Vinir og elskhugar er yfirskrift málverkasýningar myndlistar- og kraftlyftingakonunnar Dagmarar Agnarsdóttur í Menningarmiðstöðinni Gerðuberg. En Dagmar stundar einnig kraftlyftingar og keppir í flokki 65-70 ára, en hún hefur sett 24 Íslandsmet á fáum árum. Dagmar kom í þáttinn í dag og við spurðum hana útí innblástur, stíl, efni og auðvitað kraftlyftingarnar.
Kristín Einarsdóttir, okkar kona á Ströndum, fór í heimsókn að Bassastöðum á Selströnd og ræddi við Guðbrand bónda sem er farinn að velta fyrir sér starfslokum eftir langan og farsælan feril.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON