Við kíktum í heimsókn á starfsþjálfunarstaðnum Örva, í Kópavoginum, þar sem fólk með skerta starfsgetu kemur og vinnur við fjölbreytt störf í mislangan tíma og undirbýr sig fyrir að halda út á vinnumarkaðinn. Við fengum Birgittu Bóasdóttur, forstöðukonu Örva og þroskaþjálfa, til að fræða okkur um staðinn. Auk þess spjölluðum við við Arnbjörgu Magneu, Hrönn Kristey og Jakob Vífil, sem starfa hjá Örva.
Sumarsólstöður voru fyrir tæpri viku, lengstu dagar ársins og bjartar nætur. Svefntruflanir eru meðal algengustu heilsufarsvandamála fólks sem býr á norðurhveli jarðar. Við fengum Söndru Mjöll Jónsdóttur-Buch, doktor í líf-og læknavísindum til þess að ræða við okkur um svefntruflanir, orsakir, afleiðingar og lausnir.
Við fræddumst um vökukonur og vökumenn kirkjugarða í þættinum. En það var föst trúa manna hérlendis, að sá sem fyrstur væri grafinn í nýjum kirkjugarði yrði "vökumaður" hans. Átti hann ekki að rotna, en taka á móti öllum er síðar væru þar grafnir og vaka stöðugt yfir garðinum. Sólveig Ólafsdóttir kom og sagði frá vökukonunni í Hóllavallakirkjugarði, Guðrúnu Oddsdóttur, og frá göngu í garðinum sem verður á morgun.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG SIGURLAUG MARGRÉT JÓNASDÓTTIR