Það er ekki hægt að neita því að efnið sem dynur á okkur á hverju augnabliki, á netinu og samfélagsmiðlum, hinum ýmsu streymisveitum, fréttamiðlum, youtube og hvað þetta nú allt saman heitir. En það er ekki þar með sagt að við séum alltaf að skoða eitthvað sem sé virkilega áhugavert, eða fræðandi. Það er amk. afskaplega gaman þegar maður rekst á uppsprettu efnis sem kveikir á öllum perum í kollinum. Á www.visindi.is er ógrynni af áhugaverðu efni um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu, enda er þetta vefur tímaritanna Lifandi vísindi og Lifandi sögu. Guðbjartur Finnbjörnsson riststjóri Lifandi visinda kom í þáttinn og gaf okkur nokkur dæmi um áhugavert efni sem þar er að finna, t.d. 12 hættulegustu dýrin, yfirburðir rauðhærðar, greinar um Úkraínu og fleira.
Mikið hefur mætt á hjúkrunarfræðingum um allan heim síðustu tvö ár og svo sannarlega hér á landi einnig. Í næstu viku verður ráðstefnan Hjúkrun 2022 haldin á Hilton. Þar verður rætt um nýsköpun í hjúkrun en einnig um áhrif heimsfaraldursins á líf og störf hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Dröfn Daníelsdóttir, sviðsstjóri fagsviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins komu í þáttinn í dag og sögðu okkur frá ráðstefnunni, nýjungum í hjúkrunarfræði og hvað við höfum lært á faraldrinum.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var Ingunn Ásdísardóttir, þjóðfræðingur og þýðandi. Hún hefur unnið að rannsóknum í norrænni goðafræði, hefur skrifað um það nokkrar bækur og er að vinna í einni slíkri nú. Hún hefur verið tilnefnd nokkrum sinnum til Íslensku þýðingarverðlaunanna og hlotið þau einu sinni, fyrir þýðingu sína á á færeysku skáldsögunni Ó ? Sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen. Við fengum að vita hvaða bækur hún hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hana í gegnum tíðina og það er óhætt að segja að goðafræðin er fyrirferðamikil í hennar lestri.
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON