Alþjóðleg kvikmyndahátíð Reykjavíkur, RIFF, hefst í dag. Kvikmyndagerðamaðurinn og ljóðskáldið Jonas Mekas er heiðursgestur hátíðarinnar í ár og mun Víðsjá gera listamanninum skil í þætti dagsins. Rætt er við Benedikt Hjartarson, prófessor í bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands um Jonas Mekas, sem hefur verið kallaður guðfaðir amerísku framúrstefnunnar.
Harbinger sýningarrými við Freyjugötu verður heimsótt en þar sýnir Ragnheiður Káradóttir verk sín þessa dagana og kallar sýninguna Utan svæðis. Þar koma moppur, drullusokkar og víddaflakk við sögu.
Í dag hefst Bókamessan í Gautaborg og er bókasafnið alltaf stór hluti af þeim viðburði. Halla Þórlaug Óskarsdóttir fékk sér sæti á einu slíku þar í borg og lét hugann reika um bókasöfn, heimili, einsemdina og hversdagsleikann.
Einnig verður tónlistakonan Tinna Þorsteinsdóttir gestur þáttarins en hún og myndlistakonan Æsa Björk unnu nýverið fyrstu verðlaun á Alþjóðlegri glerlistasýningu í Japan.