Mál og menning hefur nú gefið út ritsafn Dags Sigurðarsonar, verk frá árunum 1957 til 1994, og af því tilefni munum við grípa niður í viðtal við Dag frá árinu 1990 í þætti dagsins. Í viðtalinu segir Dagur meðal annars frá sambandi sínu við föður sinn, uppvexti sínum í Reykjavík, ferðalögum til útlanda og viðbrögðum Reykvíkinga við skáldverkum sem þóttu klámfengin og sjokkarandi.
Inga Björk Bjarnadóttir, sem nú hefur bæst í hóp myndlistarrýna Víðsjár, mun segja frá segja frá sinni upplifun af listahátíðinni Cycle, sem haldin var víðsvegar um Kópavog og Reykjavík um liðna helgi.
Við ræðum við Magneu Matthíasdóttir, rithöfund og þýðanda, um hennar fyrstu skáldsögu, Hægara pælt en kýlt frá árinu 1978, en hún er bók vikunnar á Rás1.
En Víðsjá dagsins byrjum við á að huga að Skandinavisma, hugmyndum um sameinuð Norðurlönd og skoðunum Gunnars Gunnarssonar rithföundar í þeim efnum á þriðja áratug 20. Aldar. Málþing um Skandinavisma og fullveldi verður haldið í Norræna húsinu á fimmtudaginn næsta kl. 14. Það er Gunnarstofnun sem stendur fyrir málþinginu þar sem æltuni er að ræða um sameingu norðurlanda og fullveldi Íslands í fortíð og framtíð. Á málþinginu mun bókmenntafræðingurinn Jón Yngvi Jóhannsson taka til máls, sem jafnframt er ævisagna ritari Gunnars Gunnarssonar. Við hittum Jón Yngva og spurðum hann út í þetta hugtak Skandinavisma, sem maður heyrir vissulega ekki af á hverjum degi.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.