Á laugardaginn verður gengin Loftslagsganga í þriðja sinn í Reykjavík þar sem krafist verður aðgerða stjórnvalda í þeim málum. Á sama tíma standa yfir tvær sýningar á höfuðborgarsvæðinu sem fjalla um veður og aðeins lengra í burtu, í New York, var nýlega opnuð sýning sem fjallar um loftslagsbreytingar, og nýlega kom út bók Naomi Klein á íslensku sem fjallar um loftslag á tímum kapítalisma. Við veltum fyrir okkur loftslagskvíða í þætti dagsins.
Nú í vikunni kom út ritið Frelsi mannsins, eftir indverska heimspekinginn Khristnamurti, í íslenskri þýðingu Kristins Árnasonar. Kristinn verður gestur okkar í dag.
Gauti Kristmannsson verður með okkur og mun flytja fyrsta pistil vetrarins. Í dag ætlar hann að fjalla um tungumál, þjóðir, þjóðernishyggju og þjóðarmorð.
Jazzhátíð Reykjavíkur hófst í gær og þangað koma alltaf einhverjir góðir erlendir gestir. Hilmar Jensson gítarleikari mætir til okkar segir frá kollega sínum, bandaríska gítarleikaranum Ralph Towner, sem er gestur Jasshátíðar í Reykjavík og heldur tónleika í Tjarnarbíói annað kvöld.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.