Tónskáldið Páll Ragnar Pálsson hlaut um helgina aðalverðlaunin á Alþjóðlega tónskáldaþin ginu International Rostrum of Composers sem haldið var í Búdapest. Páll hlaut verðlaunin fyrir verk sinn Quake.
Páll kemur í þáttinn til að ræða verkið og með honum verður annar góður gestur, Arndís Björk Ásgeirsdóttur sem sótti hátíðina fyrir hönd Ríkisútvarpsins.
Næstkomandi laugardag verður sendiherrabústað Íslands í Berlín breytt í nýlendu lista, í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Á viðburðinum, sem er hluti af listahátíðinni Cycle sem er vettvangur fyrir samtal tilraunakenndrar samtímatónlistar og myndlistar, verða íslenskir listamenn og íslenm sk list kynnt fyrir listasenunni í Berlín. Við ræðum við Guðný Þóru Guðmundsdóttur, listrænan stjórnanda hátíðarinnar í þætti dagsins.
Og það verða fleiri fréttir frá Berlín því Svala Arnardóttir pistlahöfundur Vísjár í Berlín ætlar að segja okkur frá spennandi safni sem heiðrar minningu listakonunnar Kate Kollwitz, sem bjó og starfaði í Berlín þar til hún lést árið 1947.
Og Guðmundur Óskarsson rithöfundur kemur í þáttinn og les úr skáldsögu sinni Villisumar frá árinu 2016, sem er bók vikunnar á Rás1.
Umsjón: Guðni Tómasson Halla Harðardóttir.