Við ræðum við Írisi Ellenberger doktor í sagnfræði, um nýlega rannsókn hennar á menningarblöndun í Reykjavík í upphafi 20.aldar. Íris hefur rannsakað sérstaklega hvernig fólk undirstrikaði stéttarstöðu sína með dönskum hlutum, mat og orðum og hvað fólkið sem tilheyrði ekki ráðandi stétt gerði með þessa framandi dönsku menningu sem var aðeins á færi fárra.
Við kíkjum inn á æfingu í Söngskóla Reykjavíkur þar sem þær Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzósópran, og Hrönn Þráinsdóttir, píanóleikari undirbúa flutning á nýjum sönglögum og þjóðlagaútsetningum Jónasar Ingimundarsonar. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Tíbrá, og verða haldnir í Salnum í Kópavogi næstkomandi sunnudag.
Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt flytur pistil um fagurfræði borgarinnar í aðdraganda borgarstjórnarkosninga, að þessu sinni fjallar pistill hennar um staðsetningu Landsspítalans.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.