Hvernig á að mála málverk af valdafólki? Við veltum því fyrir okkur að gefnu tilefni, en ný portrett af Obama-hjónunum voru afhjúpuð í vikunni.
Við heimsækjum Árbæjarsafn þar sem útskriftarnemar úr listaháskólanum hafa dvalið, starfað og rannsakað undanfarnar vikur undir handleiðslu Margrétar Bjöndal, myndlistakonu og kennara. Við hittum Margréti, Berglindi Hreiðarsdóttur, Guðrúnu Sigurðardóttur og Svanhildi Höllu Haraldsdóttur.
Shakespeare stal öllu steini léttara, segja sumir, við heyrum af nýjustu rannsóknum á því hvað varð leikritaskáldinu að innblæstri.
Og við lítum við í gallerí i8 þar sem ljósmyndarinn Orri Jónsson opnaði sýningu um nýliðna helgi. Á sýningunni gefur að líta verk sem samanstendur af ljósmyndum sem Orri hefur tekið af fjölskyldu sinni yfir 30 ára tímabil.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.