Í Víðsjá dagsins er rætt við Ásdísi Jóelsdóttur, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands, um sögu íslensku lopapeysunnar. Ásdís gaf nýlega út bókina Íslenska lopapeysan. Uppruni, saga og hönnun og er það fyrsta ritrýnda fræðiritið um hannyrðir á Íslandi.
Litið er við á Læknaminjasafn Seltjarnarness þar sem sjö konur úr Ljósmyndaskólanum sýna útskriftarverk. Sólveig Jónsdóttir segir frá verki sínu sem fjallar um heimabæ hennar, Þórkötlustaðahverfið á Reykjanesi.
Þorgerður Ólafsdóttir flytur pistil um Nýlistasafnið. Þetta eru fyrslu "skilaboðin frá Nýló" á 40 ára afmælisári safnsins.
Þorgerður Ólafsdóttir flytur pistil um Nýlistasafnið. Þetta eru fyrslu "skilaboðin frá Nýló" á 40 ára afmælisári safnsins.
Einnig er fjallað um bandaríska bassasöngvarann Paul Robeson í tilefni að útkomu tveggja nýrra ævisagna um hann.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir