Við byrjum á því að skoða myndlistarsýningu með stórum titli, Leitin að sannleikanum, sem nú er uppi í Berg Contemporary galleríi við Kalpparstíg. Þar sýnir Katrín Elvarsdóttir ljósmyndir sínar og vídeoverk. Þetta eru persónuleg verk sem meðal annars snúa að náttstöðum hennar sjálfrar og umhverfi æskunnar.
Við lítum í heimsókn til Guðmundar Thoroddsens myndlistarmanns en hann sýnir ný málverk í listrýminu Harbingar við Freyjugötu. Guðmundur bauð upp á fínasta kaffi og spjall um allt milli himins og jarðar með því, þar á meðal bleika litinn, innsæið, fræðimennsku, karlmennsku, pulsur og prump.
Guja Dögg Hauksdóttir kemur í þáttinn með pistil um fagurfræði og borgarskipulag í aðrdaganda borgarstjórnarkosninga. Í þessum síðasta pistli sínum fyrir kosningar veltir Guja Dögg því fyrir sér hvað það sé sem geri borg að góðri borg.
Og við hugsum til Parísar, vorið 1968.
Umsjón: Guðni Tómasson og Halla Harðardóttir.