Fjöldatakmarkanir voru rýmkaðar á miðnætti, 500 manns mega koma saman, og 1500 ef allri framvísa hraðprófi, notast við grímur eða halda fjarlægð. Undantekning á þessu eru skólaskemmtanir, framhaldsskólaböllin, en þar mega framhaldsskólanemar loksins dansa í þvögu og jafnvel detta í góðan ballsleik. Við ræðum böll í Lest dagsins.
Við rýnum í þrjár nýjar íslenskar þáttaraðir á Stöð 2. Allt léttir og hressandi mannslífsþættir með skvettu af raunveruleikasjónvarpi, gamanleik og fræðslu. Þetta eru Fyrsta blikið, Allskonar kynlíf og #Samstarf.
Hvað á barnið að heita? Þetta er stór spurning í lífi verðandi foreldris og þar getur verið gott að grípa í fyrirmyndir. Í dag fáum við heimsókn frá móður ungrar stúlku með sterkt, feminískt, nígerískt nafn.
Og við ræðum um klæðaburð stjarnanna á Met Gala-glamúrhátíðinni sem fór fram í vikunni