Í síðustu viku náði kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson þeim frábæra árangri að tryggja sér fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í golfi, en þúsundir kylfinga um heim allan dreymir um að geta keppt meðal þeirra bestu, annað hvort á Evrópumótaröðinni eða þeirri bandarísku. Guðmundur Ágúst er aðeins annar íslenski karlkylfingurinn sem hefur náð þessum áfanga og einungis fjórar íslenskar konur hafa spilað á Evrópumótaröðinni. Samkeppnin er gríðarleg og árangurinn því glæsilegur hjá Guðmundi Ágústi, en við ætlum að fá hann til að segja okkur aðeins frá því hvernig þetta gekk fyrir sig, hvernig líf atvinnukylfingsins er og hvað er framundan? En keppnistímabilið hefst strax í þessari viku í Suður-Afríku.
Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni, skúffuskáldi og þjóðfræðiáhugamanni úr Flóanum. Í dag bar hann vinkil sinn að hitaveiturörum.
Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Snæbjörn Arngrímsson, bókaútgefandi og rithöfundur. Hann hefur átt ótrúlegan feril í bókaútgáfu, bæði hér á landi og í Danmörku og nú er hann búinn að skrifa og gefa út spennusöguna Eitt satt orð. En hann sagði okkur frá því hvaða bækur hann hefur verið að lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina.
Snæbjörn talaði um eftirtaldar bækur:
Om udregning af omfang e. Solvej Balle
Gegn gangi leiksins e. Braga Ólafsson
Útsýni e. Guðrúnu Evu Mínervudóttir
The Lincoln Highway e.Amor Towles
Splunkunýr dagur e. Pétur Gunnarsson
og japanska höfundinn Kazuo Ishiguro
Tónlist í þættinum í dag:
Við arineld / Valgerður Guðrún Guðnadóttir (Magnús Eiríksson og Kristján frá Djúpalæk)
Afmælisdiktur / Egill Ólafsson og Arnmundur Ernst B. Björnsson (Atli Heimir Sveinsson og Þórbergur Þórðarson)
Enginn veit / Sigrún Harðardóttir og Orion (Paul McCartney, John Lennon og Eysteinn Jónasson)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR