Cold Therapy eða kuldaþjálfun hefur verið notuð um aldaraðir, allt frá munkunum í Himalaya fjöllunum til leikskólabarnanna í Rússlandi, í þeim tilgangi að viðhalda hollum og heilbrigðum lífsstíl. Vilhjálmur Andri Einarsson segir að kuldaþjálfun sé tilvalin fyrir alla þá sem vilja komast út úr þægindarammanum sínum og getur líka verið öflugt tól til að vinna með streitulosun, langvinna verki o.fl. Vilhjálmur heldur námskeið í þessum fræðum sem hann nefnir: Kuldaþjálfun,öndun og gleði, hann kom í þáttinn í dag.
Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin er bók sem sr. Sigurður Ægisson, sóknarprestur á Siglufirði, sendir frá sér nú fyrir jólin. Þar fjallar Sigurður um fugla landsins, t.d. vorboðann hrjúfa, sem við fáum hann til að segja okkur hver er. Eins er í bókinn fjöldi sagna, því sögur af fuglum landsins eru tengdar þjóðtrúnni, hjátrú, veðurspeki og fleiru. Við hringdum norður á Siglufjörð og fengum sr. Sigurð til að segja okkur nokkrar fuglasögur í þættinum.
Ein af okkar uppáhaldskonum, Kristín Einarsdóttir, sendi okkur pistil af Ströndum og að þessu sinni talaði hún við Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur sem á sér þann draum að gera Kaldrananeshrepp ætan og segir í því tilliti að t.d. sé upplagt að borða stjúpur.
UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR