Spegillinn 30. nóvember 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Heilbrigðisráðherra kynnir væntanlega tillögur sóttvarnalæknis um aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins á ríkisstjórnarfundi á morgun.
Nýtt fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra hefur fengið afgreiðslu hjá þingflokkum stjórnarflokkanna. Nokkrir Sjálfstæðisþingmenn hafa sett fyrirvara.
Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við þrjá snjóflóðavarnargarða á Seyðisfirði á næsta ári.
Umdeild lög sem banna myndatökumönnum og almenningi að taka myndir af frönskum lögreglumönnum að störfum verða dregin til baka.
Allir upplestrar Halldórs Laxness á bókum sínum, sem til eru í fórum Ríkisútvarpsins, hafa verið gerðir aðgengilegir almenningi í spilara RÚV.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, vonast til þess að lyfjaeftirlit landsins heimili fyrir jól notkun bóluefnis gegn kórónuveirunni sem fyrirtækin Pfizer og BioNTech hafa kynnt.
Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði til þess að taka fyrir kvörtun sem henni barst vegna ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, í tengslum við fánamál lögreglunnar.
Menningarráð Reykjavíkurborgar kom saman til aukafundar í dag og samþykkti þar tillögu verkefnastjóra Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur um að styrkja tónlistarstaði til að streyma viðburðum á aðventunni.
Lengri umfjöllun:
Kostnaður samfélagsins vegna áfalla í barnæsku er áætlaður 100 milljarðar króna á ári. Með nýju frumvarpi félags- og barnamálaráðherra sem miðar að því að samþætta þjónustu við börn og velferð þeirra er stefnt að því að lækka þennan kostnað verulega. Þetta er langtímaverkefni segir Ásmundur Einar Daðason ráðherra og felur í sér gríðarlega stóra kerfisbreytingu. Markmiðið sé meðal annars að loka götum í velferðarkerfinu. Ásmundur Einar Daðason ráðherra og Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur kynntu frumvarpið í dag. Haukur Holm ræðir við þá.
Það er ljóst að jólahaldið og aðventan verður með mjög sérstökum hætti vegna Covid-19. Meginregla sóttvarnareglanna sem gilda út morgundaginn er að fjöldasamkomur miðast við 10 manns. Fastlega er búist við að þessar takmarkanir munu gilda áfram yfir hátíðirnar. Það því ekki skrítið að landsmenn velta nú fyrir sér hvað verði um laufabrauðsskurðinn, skötuveisluna og ekki síst öll matarboðin um jól og áramót. Sóttvarnayfirvöld hafa þess vegna gefið út leiðbeiningar og ráð um að hverju skuli huga. Málið felst í hnotskurn um að hver og einn búi til sína jólakúlu eða jólabúbblu. Heyrist í Rögnvaldi Ólafssyni, aðstoðaryfirlögregluþjón