Forstjóri Samgöngustofu þótti ekki hæfasti umsækjandinn í starfið þegar skipað var í það að nýju. Hann ætlar að krefjast rökstuðnings fyrir niðurstöðu hæfnisnefndar.
Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir að það hafi lítil áhrif á kjör öryrkja að draga úr krónuskerðingu öryrkja um 35%.
Umræða stendur nú yfir á Alþingi um breytta fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. Stjórnarandstaðan gefur efnahagsstjórninni falleinkunn. Ekkert hafi verið hlustað á aðvaranir.
Nýr taugasjúkdómur hefur greinst í hrossum hér á landi. Sjúkdómurinn er algengur annars staðar á Norðurlöndunum en ekki er vitað hvað veldur honum.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur til Svíþjóðar vegna rannsóknar þar á nauðgun.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í opinberri heimsókn í Bretlandi. Arnar Páll Hauksson talar við Sigrúnu Davíðsdóttur.
Stjórnmálafræðingur segir að Danski þjóðarflokkurinn sé að einhverju leyti fórnarlamb eigin árangurs. Aðrir flokkar hafi að stórum hluta tekið upp stefnu flokksins í innflytjendamálum. Þingkosningar verða í Danmörku á miðvikudaginn. Arnar Páll Hauksson talar við Eirík Bergmann stjórnmálafræðing.
Hvað eiga Stjórnarráð Íslands, Orkan, Bónus, Þjóðkirkjan, Ikea, Ölgerðin og Bókabíll Borgarbókasafnsins sameiginlegt? Jú, þau hafa kolefnisjafnað starfsemina eða hafa áform um að gera það. Listinn er ekki tæmandi. Kolefnisjöfnun er aftur orðin áberandi í umræðunni. Arnhildur Hálfdánardóttir segir frá og talar við Elvu Rakel Jónsdóttur og Agnesi Kro.
Umsjón Arnar Páll Hauksson
Tæknimaður Marteinn Marteinsson