Á föstudögum hittist hópur fólks í Háskóla Íslands og æfir sjálfsvörn. Stundum snúast æfingarnar um að brynja líkamann, öðrum stundum um að brynja andann. Hugmyndin er að þær séu í eðli sínu feminískar. Lestin leit við á æfingu og ræddi við forsprakka hópsins, Elínborg Hörpu Önundardóttur.
Við kynnumst 16 ára raftónlistarkonu, Guðlaugu Sóley Höskuldsdóttur, sem kallar sig Gugusar. Hún var valinn rafheili Músíktilrauna 2019, vann til Kraumsverðlaunanna fyrir sína fyrstu þriggja laga útgáfu. Hún vinnur nú að breiðskífu sem kemur út síðar í mánuðinum.
Halldór Armand Ásgeirsson flytur pistil að venju á þriðjudegi. Hann heldur sig á svipuðum slóðum og í síðustu viku, þegar hann ræddi um dýrasta land í heimi, en í dag fjallar hann um þá hugmyndafræði sem hlúir að dýrtíðinni.
Og við heyrum um listamanninn sem blekkti Google Maps til að skapa ímyndaða umferðarteppu í Berlín.