Spegillinn 18. nóvember 2019
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Formaður vinnuhóps OECD gegn mútum segir ekki koma á óvart að ásakanir um mútugreiðslur skuli koma upp á Íslandi. Ekkert land sé ónæmt fyrir spillingu.
Ríkisstjórnin ræðir á fundi sínum á morgun aðgerðir til að reyna að koma í veg fyrir að Samherjamálið endurtaki sig.
Roar Østby, yfirmaður peningaþvættisdeildar norska stórbankans DNB, sagði upp störfum í haust eftir að hafa starfað yfir deildinni í fimm ár.
Þorsteinn Már Baldvinsson fyrrverandi forstjóri Samherja hefur óskað eftir ótímabundnu leyfi frá stjórnarstörfum hjá Síldarvinnslunni og hefur vikið sem stjórnarformaður færeyska útgerðarfélagsins Framherja
140 milljarða tap Íbúðalánasjóðs vegna ákvarðana sem teknar voru á árunum 2003-4 gæti fallið á ríkissjóð á næstu áratugum.
Fyrrverandi ráðherra í Bretlandi sakar alþjóðafyrirtæki, banka og ríkisstjórnir um að stuðla að því að opinberir sjóðir í Suður-Afríku séu rændir.
Sjúklingar sem greiddu fyrir svokölluð S-merkt lyf frá júníbyrjun og fram í nóvember eiga rétt á endurgreiðslu, segir Félag atvinnurekenda. Í einhverjum tilvikum sé um að ræða kostnað upp á tugi þúsunda króna.
Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Suðurland. Þar er suðaustan og austan hvassviðri eða stormur við ströndina, 18-23 m/s. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 m/s, einkum undir Eyjafjöllum.
Lengri umfjallanir:
Harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong. Þau hófust í júní þegar stjórnvöld hugðust leggja fram lagafrumvarp um að heimilt væri að framselja borgara í Hong Kong til Kína ef þeir hefðu gerst brotlegir við lög í Kína. Eftir kröftug mótmæli drogu stjórnvöld frumvarpið til baka, en mótmælin hættu ekki - á bak við þau var víðtækari lýðræðsileg krafa. Þau voru lengi vel bundin við helgar, en í þessum mánuði hafa þau færst yfir á virka daga. Mótmæelendur, sem sunmir hverjir eru mjög herskáir, hafa lokað götum. Komið hefur til harðra átaka og liggja marigir sárir. og nú eru mestu átökin við háskóla í borginni, einkum tækniháskólann. Þar hafa nemedur og aðrir lagt undir sig skólabygginguna. Lögreglan hefur brugðið á það ráð að loka útkomuleiðum af skólalóðinni og þeir sem reyna að komsst í burtu eru umsvifalaust handteknir. Helga Björk Jónsdóttir býr í Hong Kong og hefur fylgst með átökunum síðan þau byrjuðu í sumar. Helga segir að að mótmælendur séu ekki einsleitur hópur. Ungt fólk er í meirihluta, en það er misjafnlega herskátt. Helga segir erfitt að segja til um hvort og þa?hvenær stjórnvöld