Spegillinn 9.desember 2019
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Gefin hefur verið út rauð viðvörun, sem er hæst viðvörun, vegna veðurs á Norðurlandi vestra og Ströndum síðdegis á morgun. Veður byrjar að versna í stífri norðanátt um allt land strax í fyrramálið. Útlit er fyrir að samgöngur, og skólahald raskist verulega víða um land á morgun.
Lögregla á Nýja-Sjálandi telur litlar líkur á að nokkur finnist á lífi á lítilli eyju þar sem eldgos hófst óvænt í gær. Talið er að þar hafi 24 til 30 ferðamenn orðið innlyksa.
Karlmaður um fimmtugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 19. desember vegna rannsóknar á dauðsfalli í Úlfarsárdal í Reykjavík í gær. Fjórum öðrum mönnum var asleppt úr haldi.
Rússnesk yfirvöld geta áfrýjað til Alþjóðaíþróttadómstólsins ákvörðun stjórnar Alþjóðalyfjaeftirlitsins um að útiloka rússneskt íþróttafólk frá keppni næstu fjögur ár.
Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. desember vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. Samkvæmt úrskurðinum beindust öll brotin gegn sömu konunni.
Verjandi Margeirs Péturs Jóhannssonar, sem dæmdur var í sex ára fangelsi í dag fyrir amfetamínframleiðslu, segir dóminn hafa komið sér verulega á óvart. Ásamt Margeiri var Alvar Óskarsson dæmdur í sjö ára fangelsi í málinu og Einar Einarsson í sex ára fangelsi.
Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þykir miður að orð hennar í gær hafi misskilist. Hún sagði þá að hún teldi Landsréttamálið ekki hafa fordæmisgildi. Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag sagðist hún hafa átt við að mál Íslands hafi ekki fordæmisgildi fyrir stöðuna í Póllandi.
Lengri umfjallanir:
Síðustu fylgiskannanir fyrir þingkosningarnar í Bretlandi 12. desember benda eindregið til sigurs Íhaldsflokksins en óvíst hvor hann hreppir sterkan meirihluta eins og hann stefnir á. Óvissuþættirnir eru margir í einmenningskjördæmakerfinu, til dæmis hvort ungir kjósendur skili sér á kjörstað, sem væru góðar fréttir fyrir Verkamannaflokkinn. Sigrún Davíðsdóttir segir frá.
Umræður um kosningarnar í Bretlandi í berinni útsendingu. Kristján Sigurjónsson ræðir við Dagmar Þorsteinsdóttur framkvæmdastjóra HBH byggis hf og formann bresk íslenska viðskiptaráðsins og Einar Kristin Guðfinnsson formann Landssambands fiskeldisstöðva og fyrrverandi alþingismann og ráðherra.
Stjórn Alþjóðalyfjaeftirlitsins samþykkti einróma í dag að útiloka rússneskt íþróttafólk frá keppni næstu fjögur ár. Ákvörðunin kemur ekki á óvart í