Engar reglur gilda um fegrunaraðgerðir, og ófaglært fólk gerir þær í bílskúrum og bakherbergjum. Þetta er eins og villta vestrið, segir Ómar Valdimarsson, lögmaður kvenna sem eru illa leiknar eftir misheppnaðar aðgerðir. Jenna Lind Eysteinsdóttir húðsjúkdómalæknir segir að herða þurfi reglur um fyllingaraðgerðir, eins og gert hefur verið um bótox. Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við þau.
María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands sakar sjúkraþjálfara um að beita sjúklingum fyrir sig í deilu við yfirvöld. Sjúklingar þurfa nú að greiða allt að átta þúsund krónur fyrir sjúkraþjálfun og sækja sjálfir endurgreiðslu til Sjúkratrygginga. Kristín Sigurðardóttir talaði við hana.
Embætti landlæknis hefur safnað upplýsingum frá starfsfólki og sjúklingum á Reykjalundi í gær og í dag. Starfsfólk greinir aukna bjartsýni innanhúss. Andri Yrkill Valsson ræddi við Guðrúnu Karlsdóttir yfirlækni á taugasviði Reykjalundar og Kjartan Hrein Njálsson, aðstoðarmann Landlæknis.
Stjórnarmyndunarviðræður eru að hefjast á Spáni. Leiðtogar flokka sem reyndu vikum saman að komast að samkomulagi fyrr á árinu ætla að gera aðra tilraun. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Samkvæmt breytingatillögu við frumvarp til fjárlaga sem kynnt var á Alþingi í dag verður ríkinu heimilt að kaupa eða leigja húsnæði til að stækka flugstöðina á Akureyri. Ágúst Ólafsson talaði við Guðjón Helgason upplýsingafulltrúa ISAVIA.
Helmingur 16 tonna af olíu sem rann úr oliutanki á Borgarfirði eystra fannst í rotþró sveitarfélagsins. Rúnar Snær Reynisson sagði frá.
--------------
Samkvæmt nýrri samevrópskri rannsókn telur mikill meirihluti Íslendinga að lífskjör aldraðra hér á landi séu slæm. Arnar Páll Hauksson ræddi við Sigrúnu Ólafsdóttir prófessorí félagsfræði við Háskóla Íslands.
Viðhorf fólks til vinnu eru að breytast, segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, yngra fólk vilji ekki verða þrælar vinnunnar. Íslendingar hafi löngum skorið sig frá nágrannaþjóðum í því að setja samasemmerki milli þess að vinna mikið og vera duglegur. Guðbjörg varar við því að stytting vinnutíma geti aukið álag ef verkefnum er ekki fækkað. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Guðbjörgu
Alþjóðlegur rannsóknarhópur fræðimanna með viðamikla þekkingu á fleygrúnum, efnafræði matvæla og matvælasögu, hefur unnið að endurgerð elstu mataruppskrifta veraldar. Matargerðarlistin hefur ekki breyst svo mikið í fjögur þúsund ár. Pálmi Jónasson sagði frá.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
Stjórn útsendingar í fréttahluta: Bj