Spegillinn 6. janúar 2021
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Líkur eru á að Demókratar hafi unnið bæði öldungardeildarsætin á Bandaríkjaþingi sem kosið var um í Georgiu í gær og að Repúblikanar hafi misst meirihluta sinn í deildinni. Þúsundir stuðningsmanna Trumps eru á útifundi fyrir utan Hvíta húsið. Sameiginlegur fundur þingdeildanna fer nú yfir atkvæði kjörmanna í forsetakosningunum.
Bannað verður að endurbyggja hús á tíu lóðum á Seyðisfirði, sem urðu fyrir skriðuföllum í desember, fyrr en byggðin hefur verið varin fyrir ofanflóðum. Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti tillögu þess efnis í dag.
Forgangsröð vegna bólusetningar við COVID-19 hefur verið breytt. Nú verður lögð áhersla á að bólusetja fólk sem er sjötíu ára og eldra með þeim bóluefnum sem Íslendingar fá á næstunni.
Nær allir íbúar hjúkrunarheimila landsins voru bólusettir við Covid-19 í lok desember, yfir 3.200 manns.
Karlmaður var í dag dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að nauðga fjórum konum. Dómnum hefur þegar verið áfrýjað.
Mygla hefur greinst í leikskólanum Leikholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Flytja þarf 35 börn úr leikskólanum.
Ísland mætir Portúgal í Evrópumóti karla í handbolta á útivelli klukkan hálf átta í kvöld.
Lengri umfjöllun:
Líkur eru á að Demókrakatar hafi unnið bæði öldungardeildarsæti Georgíu í kosningum þar í gær og þar með jafnað stöðuna í öldungadeildinni. Sé þetta raunin þá eru Demókratar með 50 þingmenn eins og Repúblikanar. Varaforsetinn Camilla Harris er hins vegar oddamaðurinn í deildinni og demókratar því í raun komnir í meirihluta í öldungadeildinni og þar með í báðum deildum bandaríska þingsins. Kristján Sigurjónsson ræðir við Eirík Bergmann Einarsson stjórnmaálfræðiprófessor um pólitíska gerjun í Bandaríkjunum.
Talsvert færri komast að í íslenskunám fyrir útlendinga en áhugi er á. Í Fjölbraut í Breiðholti er nú boðið upp á sérstaka íslenskubraut fyrir útlendinga í fyrsta sinn. Tækniskólinn hefur í nokkur ár verið með íslenskukennslu fyrir útlendinga. Þar er langur biðlisti.
Arnar Páll Hauksson talar Brynju Stefánsdóttir sviðsstjóra bóknáms í FB
Núna þegar byrjað er að bólusetja víða um lönd gegn Covid-19 og von til að það gangi þokkalega hratt, er ástæða til að spá aðeins í hvernig þessi nýja framtíð að baki faraldrinum muni þá líta út. Annars vegar eru það pólitísku línurnar, hins vegar hvað hvert og eitt okkar er að hugleiða um eigið líf.Sigrún Davíðsdóttir segir frá.