Breytingar á stjórnarskrá nást ekki nema með stuðningi meirihluta þingmanna. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir að þingið skuldi samfélaginu efnislega umræðu um inntak stjórnarskrárákvæða. Höskuldur Kári Schram talaði við hana. Ákall um nýja stjórnarskrá var þvegið af vegg við Sjávarútvegshúsið í gær, það sagði Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata á Alþingi vera táknrænt um afstöðu stjórnvalda sem hefðu háþrýstiþvegið í burtu sannleikann um vanvirðingu þeirra gagnvart þjóðarvilja.
Verulega þarfa að bæta úr svo jarðgöng í Fjallabyggð uppfylli öryggiskröfur að fullu. Þetta er mat Samgöngustofu sem hefur kallað eftir úrbótum frá Vegagerðinni. Ágúst Ólafsson ræddi um þetta við Elías Pétursson, bæjarstjóra í Fjallabyggð.
Svokallaður launaþjófnaður er vaxandi vandamál á íslenskum vinnumarkaði. Verkalýðsfélagið Efling vill að vanefndir launagreiðslu sæti sekt eða refsingu. Markús Þórhallson sagði frá.
Norðmenn saka Rússa um að hafa staðið að árás á tölvukerfi Stórþingsins síðastliðið sumar. Rússar bera af sér sakir. Ine Eriksen Söreide, utanríkisráðherra segir að formlegum mótmælum hafi verið komið til rússneskra stjórnvalda. Ásgeir Tómasson tók saman.
Vegna skorts á húsnæði hefur Heilbrigðisstofnun Norðurlands neyðst til að fella niður leghálsskimun á Akureyri um óákveðinn tíma. Jón Helgi Björnsson forstjóri stofnunarinnar vonast til þess að ný aðstaða finnist hratt og örugglega. Óðinn Svan Óðinsson talaði við hann.
Það er mikilvægt að fólk gaufi ekki í sífellu í grímunum sínum, enda geta þær verið sóttmengaðar, segir Ása Steinunn Atladóttir verkefnisstjóri sýkingarvarna hjá Landlæknisembættinu.
----
Heildaratvinnuleysi í september mældist tæplega 10%. Atvinnuleysi meðal kvenna á Suðurnesjum er nú vel yfir 22%. Arnar Páll Hauksson sagði frá.
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands segir uggvænlegt hve atvinnuleysi er mikið hjá erlendum starfsmönnum og sérstaklega hefur hún áhyggjur af ungu fólki sem er hvorki í skóla né vinnu. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana.
Á þriðja tug sænskra hægriöfgamanna hefur fengið þjálfun í vopnaburði erlendis eða tekið þátt í vopnuðum átökum. Sænska öryggislögreglan hefur virkt eftirlit með um fimm hundruð hægriöfgamönnum og nasistum. Kári Gylfason segir frá.
Markmið verkefnisins Máltíðar sem er er að rannsaka hvað börn eru að borða og hvaðan maturinn þeirra kemur og hversu mikil matarsóun er í skólamötuneytum landsins. Málttíð var valin ein af tíu bestu hugmyndunum sem keppa um frumkvöðlaverðlaunin Gulleggið.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir
Tæknimaður: R