Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Málum fimm kvenna, sem allar eru látnar, hefur verið vísað eða verður vísað á næstu dögum til Embættis landlæknis til rannsóknar vegna grunsemda um mistök í skimun fyrir leghálskrabbameini hjá Krabbameinsfélagi Íslands. Um 40 mál af þessu tagi eru á borði lögmanns í málinu. Anna Lilja Þórisdóttir segir frá og talar við Sævar Þór Jónsso lögmann.
15 af þeim 19 smitum sem greindust í gær eru með nýtt afbrigði af kórónuveirunni sem rekja má til franskra ferðamanna. Smitrakning gengur vel, að sögn Jóhanns Björns Skúlasona,r yfirmanns smitrakningarteymis Almannavarna. Sólveig Klara Ragnarsdóttir talaði við hann, Þórhildur Þorkelsdóttir tók saman.
Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og sótttvarnalæknir hafa ákveðið í samráði við eigendur kráarinnar The Irishman Pub að boða þá sem sóttu staðinn föstudaginn 11. september í sýnatöku.
Alvarlegt slys varð í spennustöð Orkubús Vestfjarða við Önundarfjörð
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, segir leitt þegar leiðir skilur, aðspurð um úrsögn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur þingmanns úr flokknum, en hún komi ekki á óvart. Höskuldur Kári Schram ræddi við Katrínu.
Rúmlega 450 greindust með kórónuveirusmit í Danmörku í gær; fleiri en nokkru sinni hafa greinst þar á sólarhring. Róbert Jóhannsson sagði frá.
Flugfélög í Asíu og Ástralíu bregðast við ákalli ferðaþyrstra og bjóða upp á ferðalög án áfangastaðar. Þá er lagt upp frá flugvelli, flogið um í nokkra klukkutíma og lent aftur á sama flugvelli. Markús Þórhallsson sagði frá.
----
Í dag byrjuðu handahófskenndar skimanir hjá heilsugæslunni fyrir kórónuveiru og þangað boðaðir um þúsund manns í dag og annað eins á morgun. Sú skimun beinist að fólki sem er einkennalaust en koma fólks með einkenni til heilsugæslunnar hefur aukist mikið. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu segir álagið mjög mikið og fari vaxandi. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hana.
Græningjar í Svíþjóð hótuðu því í sumar að hætta ríkisstjórnasamstarfi með Jafnaðarmönnum. Þetta var vegna ágreinings um innflytjendamál, en flokkarnir hafa einnig átt í hörðum deilum um umhverfismál, vegna fyrirhugaðrar risa-olíuvinnslustöðvar á Vesturströnd Svíþjóðar. Kári Gylfason segir frá.
Meirihluti allra kvenna á Spáni hefur verið beittur ofbeldi af karlmanni einhvern tímann á lífsleiðinni. 40 prósent kvenna hafa verið áreittar kynferðislega og í meirihluta tilfella þekkja konurnar ofbeldismanninn. Jóhann Hlíðar Harðarson sagði frá.