Spegillinn 15, júní 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Um níu hundruð flugfarþegar voru skimaðir við komuna til landsins í dag. Allir völdu að fara í skimun og enginn í sóttkví. Átta flugvélar komu til landsins og jafnmargar fóru utan.
Lágmarksviðgerð á húsnæði Sýkla- og veirufræðideildar Landspítala gæti kostað fjögur hundruð milljónir króna. Stjórnendur Landspítala hafa hug á að færa deildina en það gæti tekið nokkra mánuði.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tilkynnti við upphaf þingfundar í dag að hún væri hætt sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hún tiltók meðal annars hvernig meirihlutinn hefði ákveðið að hætta frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra. Hún sagði grafið undan eftirlitshlutverki þingsins.
Ný ríkisstjórn tekur við völdum á Írlandi á næstunni. Samkomulag hefur tekist um myndun nýrrar stjórnar, en fjórir mánuðir eru liðnir frá kosningum.
Samningafundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og ríkisins er lokið. Hann stóð í þrjár klukkustundir. Samninganefndirnar hafa viku til að semja, annars hefst ótímabundið verkfall hjúkrunarfræðinga á mánudagsmorgun, 22. júní.
Forsætisráðherra Bretlands segist vongóður um að skrifað verði undir nýjan viðskiptasamning við Evrópusambandið í næsta mánuði.
Tæplega helmingi fleiri hafa greitt atkvæði utan kjörfundar í forsetakosningunum núna en á sama tíma fyrir fjórum árum.
Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá í maí var um 40%. Atvinnuleysi meðal þeirra er nærri 25%.
Lengri umfjöllun:
Losað var um ferðatakmarkanir til landsins í dag 15. júní - við landamærin á Keflavíkurflugvelli gátu farþegar á leið til landsins farið í skimun eða sýnatöku, en fram til þessa hafa farþegar þurft að far í 14 daga sóttkví. Átta flugvélar komu til landsins, sú fyrsta lenti rétt fyrir klukkan 10 í morgun, en suú síðasta lenti upp úr klukkan fjögur. Þrjár vélar komu frá Kaupmannahöfn, hinar frá Lundúnum, Ósló, Frankfurt, Stokkhólmi og Vogum í Færeyjum. Undirbúningur fyrir þennan dag hefur staðið linnulaust undanfarnar vikur því að mörgu var að hyggja. Kristján Sigurjónsson ræðir við Víði Reynisson yfirlögregluþjón og Sigrúnu Davíðsdóttur fréttmann og Spegilskonu, sem kom með fyrstu vél frá London í morgun, um gang mála í dag í beinni útsendingu. .
Atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara hér á landi í maí var nærri 25%. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá er nú um 40%. Atvinnuleysi á Suðurnesjum dróst saman um 5 prósentustig og mælist nú tæp 20 %. Arnar Páll Haukss