Breyta á starfskjarastefnu Haga á aðalfundi félagsins í næsta mánuði. Starfslok tveggja stjórnenda kosta á fjórða hundrað milljóna króna, en stærsti eigandi félagsins hefur í tæpan áratug reynt að breyta ráðningarsamningum og starfskjarastefnunni. Jóhann Hlíðar Harðarson sagði frá.
Helga Guðmundsdóttir, 102 ára kona í Bolungarvík sem sýktist af COVID-19 hefur náð sér að fullu. Hún fékk að hitta barnabarn sitt í fyrsta skipti í dag eftir tvo mánuði í sóttkví og einangrun. Elsa María Drífu Guðlaugsdóttir ræddi við Helgu og barnabarn hennar Ragnhildur Helga Benediktsdóttur.
Rýmka á samkomubann enn frekar 25. maí og þá verður hægt að opna líkamsræktarstöðvar segir Þórólfur Guðnason, sóttavarnalæknir, Alma Ómarsdóttir ræddi við hann.
Enn verður bið á því að fyrirtæki geti sótt um brúarlánin sem ríkisstjórnin boðaði þann 21. mars. Vinnu við útfærslu þeirra stendur enn og ekki fást svör við því hvenær henni lýkur. Magnús Geir Eyjólfsson sagði frá.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að forsendur lífskjarasamningsins standi tæpt og allt annað svigrúm hafi verið við gerð kjarasamninanna en er nú.
Bresku götublöðin hafa farið mikinn vegna máls Neils Ferguson, ráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Ferguson neyddist til að segja af sér þegar í ljós kom að ástkona hans, sem er gift öðrum manni, hafði heimsótt Ferguson tvívegis í trássi við fyrirmæli yfirvalda. Freyr Gígja Gunnarsson sagði frá.
-----
Íslenski ferðamaðurinn hefur lítið verið rannsakaður, en ferðaþjónustufyrirtæki beina nú spjótum sínum að honum. Hann er talinn tilboðsdrifinn og er gjarn á að elta sólina. Arnhildur Hálfdánardóttir sagði frá og talaði við Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur hjá Rannsóknarmiðstöð ferðamála.
Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sem hafa fleiri en fimmtíu í vinnu er rétt tæp 35% í fyrra og hafði hækkað um rétt rúmt prósentustig frá fyrra ári. Fyrir tíu árum voru lög um að hlutur hvors kyns færi ekki undir 40% samþykkt og þau tóku að fullu gildi þremur árum síðar. Konur hafa aldrei náð 40% hlut á þeim tíma. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, formaður Félags kvenna í atvinnulífinu telur að viðurlög þurfi að koma til eigi þetta að breytast.
Annar stofnenda þýsku hljómsveitarinnar Kraftwerk lést í dag. Hjálmar Sveinsson, sérfræðingur í sögu sveitarinnar segir hana eina af áhrifamestu sveitum sögunnar, á pari við Bítlana. Jóhann Hlíðar Harðarson talaði við hann.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður