Spegillinn 15. apríl 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Jón Þór Helgason
Aðeins sjö COVID-19 smit greindust síðasta sólarhring. Forstjóri íslenskrar erfðagreiningar er vongóður um að bóluefni finnist innan árs.
Sóttvarnalæknir segir enga ástæðu til að ætla að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi gert einhver mistök í viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. Trump Bandaríkjaforseti gagnrýnir stofnunina og hefur skrúfað fyrir fjárframlag Bandaríkjanna til hennar.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar segir að það hafi ekki átt að koma stjórnmálamönnum á óvart að sjö útgerðir væru með mál í gangi gegn stjórnvöldum vegna makríls, sem endaði með að Hæstiréttur dæmdi að ríkið væri bótaskylt. Þær hafa krafist rúmlega tíu milljarða króna í skaðabætur
Eigandi lítils fyrirtækis í ferðaþjónustu segist ekki gera ráð fyrir neinum viðskiptum að ráði fyrr en eftir eitt ár. Allt sé stopp og engar bókanir berist.
Þjóðverjar ætla að slaka lítillega á samkomubanninu í næsta mánuði, hefja skólahald að nýju og heimila með skilyrðum að verslanir upp að ákveðinni stærð verði opnaðar.
Íslensk stjórnvöld og Carlsbergsjóðurinn, sem er danskur styrktarsjóður, gefa Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, og Margréti Þórhildi Danadrottningu sameiginlega afmælisgjöf. Vigdís er níræð í dag en Margrét verður áttræð á morgun.
Ný frétt: Fimm sjávarútvegsfyrirtæki, Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes, hafa ákveðið að falla frá kröfum á hendur íslenska ríkinu vegna ágreinings um úthlutun aflaheimilda í makríl. Alls höfðu sjö fyrirtæki stefnt ríkinu og kröfðust rúmlega tíu milljarða króna í skaðabætur en nú hafa fimm fallið frá málssókn, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá þeim. Vinnslustöðin og Huginn hafa ekki tilkynnt um að þau falli frá málssókn. (Frétt sem barst í miðjum Spegli)
Lengri umfjallanir
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er níræð í dag. Vígdís gegndi embætti forseta í fjögur kjörtímabil, frá 1980 til 1996. Hún var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóðarleiðtogi í frjálsum lýðræðislegum kosningum. Páll Valsson rithöfundur skrifaði ævisögu Vigdísar - Vigdís - kona verður forseti - fyrir rúmum tíu árum. Kristján Sigurjónsson talar við Pál og flutt er brot úr fyrsta nýársávarpi Vigdísar Finnbogadóttur frá 1. janúar 1981.
Það tók lögregluna nokkra daga að læra á Covid, en nú hafa störfin verið aðlöguð að farsóttinni. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Lögreglustjórinn á Akureyri missti á tímabili fi