Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segist sannfærður um að félagið geti staðið af sér það áfall sem útbreiðsla COVID-19 veirunnar hefur í för með sér. Flugfélög um allan heim hafa boðað fordæmalausan samdrátt í flugi. Miklar lækkanir urðu í kauphöllum í dag. Magnús Geir Eyjólfsson ræddi við Boga.
12 ný kórónaveirusmit hafa greinst á Íslandi í dag. Meira en tvö þúsund eru í sóttkví og þrír á sjúkrahúsi, þar af tveir á gjörgæslu. Alma Ómarsdóttir sagði frá og heyrist í Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni af upplýsingafundi Almannavarna.
Hættustig er í gildi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og Flateyri og þar hafa nokkur íbúðarhús verið rýmd. Óvissustig er í gildi á Vestfjörðum, þar hefur mikið snjóað og í nótt bætir enn í. Appelsínugul viðvörun er í gildi fram á kvöld á morgun vegna norðaustan stórhríðar. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir segir frá
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, leggur til bann við ónauðsynlegum ferðum inn á Schengensvæðið í þrjátíu daga. Stefnan er að bannið nái einnig til ríkja sem eiga aðild að Schengen en ekki ESB, eins og Íslands. Dagný Hulda Erlendsdóttir tók saman.
Yfirvöld í Týról hunsuðu viðvaranir frá Íslandi um að COVID-19 veiran væri þar á sveimi. Hefðu yfirvöld brugðist við af meiri festu hefði verið hægt að hægja á útbreiðslu veirunnar enn frekar í Evrópu.
-----
Áhrifa COVID-19 faraldursins í atvinnulífinu gæti víða, óveðursblikur á lofti víða um heim. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins hefur vakið athygli á því að aðstæður fólks til að takast á við sóttkví og einangrun eru misjafnar og þá þurfi að gæta þess að kostnaður við heimavinnu lendi ekki á launþegum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við Drífu.
Fastlega má búast við einhverjum kjaraviðræðum verði frestað vegna COVID-19. Fækkað hefur verið í samninganefndum og fjarfundabúnaður er notaður á sumum fundum. Arnar Páll Hauksson sagði frá.
Jónína Einarsdóttir leikstjóri á Stakkaborg, segir að börnin eigi eftir að verða breytinga vör í fyrramálið. Þeim er skipt upp í hópa og bara helmingurinn í skólanum í einu og tíminn styttur. , vináttubangsarnir hafa til dæmis verið settir í geymslu og stór hluti leikfanga fjarlægður. Arnhildur Hálfdánardóttir talar við Jónínu.
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson. Stjórn útsendingar: Björg Guðlaugsdóttir.