Atvinnuleysi næstu tvo mánuði verður það mesta sem mælst hefur hér á landi samkvæmt spá Vinnumálastofnunar. Í apríl verður það tæp 11% segir Karl Sigurðsson sérfærðingur á Vinnumálastofnun.
Fjárhagur Reykjavíkur verður fyrir margra milljarða króna höggi vegna kórónuveirufaraldursins. Borgin kynnti í dag fyrstu aðgerðir sínar til að bregðast við þessu. Brot úr ávarpi Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra við kynningu þeirra í dag.
Innlagnir hafa verið bannaðar á Landakotsspítala eftir að COVID-19 smit greindist þar. Þá hefur þurft að loka Rjóðrinu á Barnaspítala Hringsins vegna smits sem kom upp hjá starfsmanni á spítalanum sagði Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi Almannavarna í dag.
Faraldurinn kann að valda dauða meira en áttatíu þúsunda í Bandaríkjunum og yfirfylla sjúkrahús landsins, jafnvel strax í næsta mánuði, að mati rannsóknarstofnunar sem hefur kannað útbreiðslu sjúkdómsins. Ásgeir Tómasson sagði frá.
Íslenska ríkið hefur verið sýknað af bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála.
Hátt í 30 hótelum hefur verið lokað eða verður lokað innan skamms vegna COVID-19 faraldursins. Brynjólfur Þór Guðmundsson segir frá.
Pinnar frá Össuri duga til sýnatöku, þetta sýna prófanir Íslenskrar erfðagreiningar sem getur aftur prófað af krafti í Turninum.
Svartþrösturinn syngur inn vorið.
---
Reykjavíkurborg kynnti í dag þær aðgerðir sem gripið skal til vegna kórónuveirupestarinnar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Viðreisn er formaður Borgarráðs. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við hana.
Vinnumálastofnun spáir því að aðvinnuleysi næstu tvo mánuði verði það mesta sem mælst hefur á Íslandi. Það verði 10,8% í apríl og um 10% í maí en fari svo lækkandi. Atvinnuleysi yfir árið verði um 7,4% og á næsta ári geti þar verið 6,4%. Áætlað er að allt að 20 þúsund umsóknir berist um hlutabætur. Arnar Páll Hauksson ræðir við Karl Sigurðsson, sérfræðing hjá Vinnumálastofnun.
Í Bretlandi hafa veiruaðgerðir stjórnarinnar komið í hikandi en stigharðnandi skrefum. Nú er allt að því útgöngubann um leið og miklu er lofað, jafnt um efnahagsaðgerðir og aðstoð við heilbrigðiskerfið. Sigrún Davíðsdóttir segir frá, á Trafalgartorgi í kyrrlátri miðborg Lundúna þar sem holskefla veirufaraldursins virðist nú ríða yfir sjúkrahús borgarinnar.
Eftirlaunaþegar í Moskvu láta fyrirmæli rússneskra stjórnvalda um að halda sig heima nánast sem vind um eyrun þjóta. Þeir telja að kynslóð sem hefur lifað af þrengingar síðustu 60 ára sé ekki í hættu vegna kórónaveiru. Jóhann Hlíðar Harðarson segir frá.
Umsjón: Anna Kris