Spegillinn 2.mars 2020
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tækninmaður: Magnús þorsteinn Magnússon
Sex hafa nú greinst smitaðir af COVID-19 veirunni hér á landi. Öll smituðust á Norður Ítalíu. Alls hafa 55 smit verið staðfest á Norðurlöndum.
Óróleirki er við landamæri Tyrklands og Grikklands. Þúsundir flóttamanna reyna að komast yfir landamærin frá Tyrklandi til Grikklands.
Búnaðarþing var sett í dag. Sitjandi formaður bændasamtakanna fær mótframboð á þinginu.
Formlegar samningaviðræður Breta og Evrópusambandsins um framtíðarviðskiptasamband hófust í morgun. Deilendur virðast hafa ólíkar hugmyndir um hvað stefnt sé að þó byggt sé á fyrri samningum.
Aríel Pétursson sjómaður úr Hafnarfirði er meðal æðstu manna á danska herskipinu Triton, sem lagðist að bryggju í Reykjavíkurhöfn í dag. Að loknu námi í Stýrimannaskólanum stundaði hann sjóinn, en þegar konan hans fór í framhaldsnám í Danmörku ákvað hann að sækja um inngöngu í sjóliðsforingjaskólann og nú er hann yfirstýrimaður og ábyrgur fyrir leit og björgun sem og því er lýtur að hernaðaraðgerðum, einkum æfingum.
Daði og Gagnamagnið sigruðu með yfirburðum í úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið og var með meirihluta atkvæða í báðum símakosningum sem og flest stig alþjóðlegrar dómnefndar.
Lengri umfjöllun:
Samkomulag virðist hafa náðst um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki. Það dugir þó ekki til að leysa yfirstandandi kjaradeilur og koma í veg fyrir verkföll. Víðtæk verkföll gætu hafist eftir viku. Sáttafundur hefur ekki verið boðaður í deilu Eflingar og Reykjavíkurborgar. Verkfall hefur nú staðið yfir í tvær vikur. Arnar Páll Hauksson segir frá.
Það er óhætt að segja að veðurfarið í vetur hafi ýtt hressilega við landsmönnum og stjórnvöldum. Í ljós hefur komið að ýmsir innviðir, eins og raforkukerfið, stóðu ekki eins traustum fótum og talið var. Snjóflóðin á Flateyri og í Súgandafirði 14. janúar urðu einnig til þess að endurskoða þurfti hraðann á framkvæmdum við ofanflóðavarnir. Fyrir helgi kynnti ríkisstjórnin aðgerðir þar sem 27 milljörðum króna verður varið til þess að flýta framkvæmdum í flutnings- og dreifikerfum raforku og í ofanflóðavörnum. 15 milljarðar af þessum 27 fara í ofanflóðavarnir. Fasteignaeigendur borga ár hvert 2,7 milljarða króna í sérstakan skatt sem upphaflega var ætlað að færi í ofanflóðasjóð. Reyndin hefur hins vegar verið sú að einn milljarður fer í þennan sjóð, en ekki 2,7. Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík situr í stjórn Ofanflóðasjóðs, tilnefndur a