Spegillinn 8. okóber 2019
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon
Karlmaður sem ítrekað níddist kynferðislega á barnungum syni sínum var í dag dæmdur í Hérðasdómi Reytkjavíkur í sjö ára fangelsi.
Afstaða Íslands til yfirvofandi hernaðaraðgerða Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi er óbreytt segir utanríkisráðherra. Fyllilega komi til greina að gangrýna aðgerðir Tyrkja, líkt og íslensk stjórnvöld hafi gert áður.
Endurskoðunarfyrirtækið Grand Thornton hefur verið fengið til að fara yfir rekstur fasteignafélagsins Upphafs og fagfjárfestasjóðsins Gamma Novus.
Sendiherra Bandaríkjanna hjá Evrópusambandinu hefur verið stefnt til að mæta til yfirheyrslu hjá fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Trump forseti hafði áður bannað honum að bera þar vitni.
Þegar hafa fundist leirbrot í fornleifauppgreftri fyrir aftan Stjórnarráðshúsið sem hófst fyrir hálfum mánuði. Hugsanlega er þar að finna minjar frá elstu tíð, segir fornleifafræðingur.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi tvo karla og eina konu í dag til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir kannabisræktun og og vörslu marijúna sem ætlað var til sölu og dreifingar. Dómurinn er hluti af enn stærra máli sem snýr að kannabisrækt og amfetamínframleiðslu
Sex jarðskjálftar hafa mælst í Heklu síðan í nótt. Veðurstofan lét Almannavarnir og Isavia vita í morgun um að þar væri aukin virkni. Skjálftarnir voru allir litlir, flestir innan við 1 að stærð, en óvenjulegt er að svo margir skjálftar mælist þar á svo skömmum tíma.
Lengri umfjallanir.
Og þá að snúinni stöðu við landamæri Tyrklands og Sýrlands. Tyrkir hóta að ráðast yfir landamærin og inn í Sýrland og mynda þar svokallað öryggissvæði. Svæðið Sýrlandsmegin er yfirráðasvæði Kúrda sem berjast gegn Assad Sýrlandsforseta ásamt öðrum stjórnarandstæðingum og hafa verið leiðandi í stríðinu gegn hryðjaverkasamtökunum sem kalla sig íslamskt ríki, eða ISIS, og hafa þar verið bandamenn Bandaríkjamanna og annarra vestrænna þjóða. Á sama tíma þá tortryggja Tyrkir, bandalagsþjóð NATÓ, Kúrda, vilja sem minnst hafa saman við þá að sælda og líta á hersveitir þeirra sem hryðjuverkamenn. . Á þessu svæði eru borgir og bæir sem Kúrdar búa í, einnig flóttamannabúðir þar sem fólk sem flúið hefur óöldina í Sýrlandi heldur til og fangabúðir þar sem herteknir ISIS liðar og fjölskyldur þeirra eru í haldi. Arnar Þórisson dagskrárgerðarmaður í fréttaskýringaþættinum Kveik hjá RúV þekkir vel til þessa svæðis. Kristján Sigurjónsson talar við hann.
Ég var aldrei pólitísk, fyrr en eftir að ég komst á lífeyrisaldur. Þetta seg