Spegillinn föstudaginn 6. september 2019
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Ragnar Gunnarsson
Nýr dómsmálaráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, tók við embætti í dag. Áslaug er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og yngsti ráðherra í 75 ára sögu íslenska lýðveldisins.
Bretar geti ekki farið úr Evrópusambandinu án samnings. Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í dag lög þess efnis.
Hækkun á tryggingum ökutækja lögreglu skýrir meðal annars hvers vegna leiguverð á tækjunum hefur hækkað. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá embætti ríkislögreglustjóra.
Rosknum karlmanni var bjargað út úr brennandi húsi á Hlíðarvegi í Reykjanesbæ síðdegis í dag. Hann er mikið slasaður að sögn sjukraflutningamanna. Eldurinn kom upp í eldhúsi og lagði mikinn reyk frá honum. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild í Fossvogi. Lögreglan rannsakar eldsupptök.
Aukalandsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í dag að styðja þingsályktunartillögu sveitarstjórnarráðherra sem felur meðal annars í sér sameiningu og fækkun sveitarfélaga niður í 40 fyrir árið 2026. Þá mega sveitarfélög ekki vera með færri en 1000 íbúa.
Stór hluti hins nýja WOW flugfélags verður hér á landi, segir stjórnarformaður US Aerospace Associates, sem keypt hefur eignir þrotabús flugfélagsins.
Ákveðið hefur verið að banna innflutning á hundum frá Noregi. Ástæðan er sú að á síðustu dögum hafa borist fréttir af alvarlegum veikindum af óþekktum orsökum í hundum þar í landi.
ViðvörunTalsverðar eða mikillar úrkomu er að vænta á morgun sunnan og vestantil á landinu, einkum við Mýrdalsjökul. Búast má við vatnavöxtum og auknum líkum á skriðuföllum á þessum svæðum og eru óbrúaðar ár mjög varasamar í slíkum aðstæðum.
Lengri umfjöllun:
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nýtt fjarlagafrumvarp í morgun. Helstu áherslur í fjárlagafrumvarpinu eru lægri tekjuskattur, nýr Landspítali, stuðningur við barnafjölskyldur, orkuskipti, rannsóknir - og samgöngur. Þá á að lengja fæðingarorlof í tíu mánuði úr níu um áramótin og auka framlög til barnabóta. Samkvæmt lífskjarasamningnum á að taka upp nýtt skattþrep, sem verður 31,44 prósent. Milliþrepið, - sem áður var lægra þrepið, hækkar um eitt prósentustig, í tæp 37 prósent. Þessar skattbreytingar taka að fullu gildi árið 2021. Þetta þýðir að ráðstöfunartekjur lægstu tekjuhópanna hækka um 10 þúsund krónur á mánuði. Kostnaður ríkissjóðs vegna þessara lækkana er 21 milljarður á næsta ári. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræðir við Bjarna Benediktsson og Oddnýju Harðardóttur fyrrverandi fjármálraðherra og þing