Spegillinn 18. September 2019
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Tæknimaður: Hrafnkell Sigurðsson
Breytingar á tekjuskattskerfinu skila sér allt of seint til launafólks, segir miðstjórn ASÍ. Óþreyju gæti eftir kjarabótum.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, er hættur við að ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stjórnmálaástandsins heima fyrir. Alls óvíst er hvaða flokkur fær umboð til að mynda nýja stjórn eftir þingkosningar í gær.
Dósent í sagnfræði við Háskóla íslands segir ávinning við flutning íslenskra handrita frá Kaupmannahöfn til Íslands óljósan.
Stjórnarformaður Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar segir að Skipulagsstofnun hafi tafið lagningu Hólasandslínu um að minnsta kosti ár með því að draga að skila áliti.
Lögregla hefur lokið rannsókn á máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem er grunaður um að hafa orðið hálfbróður sínum að bana í norska smábænum Mehamn í lok apríl.
Matvælastofnun barst í gær tilkynning frá Fiskeldi Austfjarða um göt á nótarpoka í einni sjókví fyrirtækisins við Glímeyri í Berufirði.
Götin uppgötvuðust við köfun í kví og er viðgerð lokið. Fiskeldi Austfjarða lagði út net í samráði við Fiskistofu til að kanna hvort laxar hefðu sloppið úr kvínni. Netanna hefur verið vitjað og þar sem enginn lax veiddist hefur veiðum verið hætt.
Þrír foreldrar barna sem fæddust með skarð í gómi undirbúa nú dómsmál gegn ríkinu. Í tilkynningu frá Umhyggju, félagi langveikra barna, segir að enn falli hluti barna með þennan fæðingargalla utan kerfis.
Donald Trump forseti Bandaríkjanna kynnti í dag nýjan þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Robert C. O'Brien tekur við af John Bolton sem var rekinn úr starfi í síðustu viku. O'Brien verður fjórði öryggisráðgjafi forsetans á kjörtímabilinu.
Bergþór Ólason var í dag kjörinn formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis með tveimur atkvæðum, sínu og flokksbróður síns.
Lengri umfjallanir:
Tvisvar í haust hafa forystukonur í norsku ríkisstjórninni orðið að fara í skyndi úr heimsóknum á Íslandi til að bjarga stjórninni frá að liðast í sundur í orðaskaki og deilum. Núna varð Trine Skei Grande að yfirgefa me-too-ráðstefnuna í Hörpu til að stilla til friðar heima. Núna líður vart svo vikan að ekki fari allt i háaloft í samstarfi flokkanna í ríkissjón Ernu Solberg. Og forystukonur í ríkisstjórn mega vart bregða sér af bæ - til dæmis á ráðstefnu eða fund á Íslandi - án þess að fari allt í háaloft heima. Þær verða að taka fyrstu flugvél heim til Óslóar að róa liðið. Núna varð Trine Skei Grande, menningar- og jafnréttisráðherra, að hlaupa af me-too